11.6.2010 | 15:53
Þetta gæti auðvitað aldrei skeð á Íslandi
Njóta ekki friðhelgi gert að mæta fyrir dóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2010 | 01:39
Auðvitað neitar Deutsche Bank
Vísa hvor á annan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2010 | 23:38
eitt þúsund mál
Og þá erum við bara að tala um mál send frá skilanefndum bankanna, ekki önnur mál sem koma frá öðrum aðilum. Það stórmerkilega er að framkvæmdarvaldinu hefur tekist eð viðhafa nær engann undirbúning fyrir þetta þrátt fyrir að þetta hafi legið ljóst fyrir í marga mánuði. Greinilega verið of uppteknir að hugsa um sætin í Brussel og reyna að koma í veg fyrir að óheppilegir atburðir skjóti ekki upp kollinum sem gætu klúðrað því. Skjaldborg heimilanna hefur komist á en þeim annmörkum gædd að skildirnir snúa inn og halda fólki í skuldasúpunni en ekki skuldasúpunni frá fólkinu. Og svo er á þetta bætandi að skilanefndirnar hafa án vafa skautað hraðbyri framhjá atriðum sem eiga eftir að bíta menn í bakið.
Er furða við komum út í könnunum sem hamingjusamasta þjóð í heimi, við hljótum að vera það því greinilega erum við sú heimskasta og gersamlega úr takti við raunveruleikann.
Um eitt þúsund málum vísað í dóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2010 | 12:47
Leynisamningar
Leynisamningar virðast ætla loða við stjórnvöld enda ekki gott ef fólk vissi of mikið. Að huldusamningar séu í gangi við kröfuhafa er ekkert sem kemur á óvart. Ástæðan er einfaldlega sú að aðkoma kröfuhafa er ekki alveg samkvæmt bestu vinnureglum. Og aðgerðarleysið varðandi rannsókn mála og skortur á uppflýsingarflæði til þeirra sem eiga að borga brúsann er löngu kominn í ljós. Kalt mat á þessarri staðreynd ef rétt reynist er að ríkisstjórnin hafi samið við kröfuhafa um að fá að láta íslenskar innistæður standa í nýja bankanum gegn því að bankinn tæki á sig 260 milljarða skuldabréf og á þann hátt blekkt landsmenn til að halda að þeir hafi bjargað innistæðum þeirra þegar þeir einungis fengu endurnýjaðan yfirdrátt gegn því að taka á sig ICESAVE skuldina.
Alveg brilljant.
Landsmenn töpuðu sem sagt ekki bankainnistæðunni sinni núna en tapa henni seinna ef NBI stendur sig ekki í hagnaðaraukningu og þurfa þá líka að taka á sig ICESAVE. Vekur auðvitað upp spurningu fyrir hverja þeir voru að "bjarga" innistæðum með því að láta ekki alla bankana fara í þrot og tryggja ekki innistæður neins. Framlenging er jú ekki björgun heldur bara lenging í hengingarólinni.
Þetta útskýrir af hverju skjaldborg heimilanna kom ekki fyrr en heimilin voru lent í skuldasúpunni og af hverju skildirnir snúa öfugt svo tryggt sé að enginn komist út úr skjaldborginni. Skjaldborg er sem sagt hin félagshyggjandi og jafnaðarskilgreinda útfærsla á skuldafangelsi.
Grafið undan innstæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2010 | 12:48
Athyglisvert kjaftæði
Ef brotin eru jafn gróf og umsvifamikil og sérstakur saksóknari og slitastjórn Glitnis með Kroll í broddi fylkyngar segja þá liggur í augum uppi að þeir sem störfuðu hjá bönkunum hafi óhjákvæmilega orðið varir við eitthvað einkennilegt. Það má ekki gleymast að það var umræða í þjóðfélaginu um ofurlaun og starfsemi bankanna.
En menn voru jú bara saklausir hermenn sem fylgdu fyrirmælum.
Hverskonar kjaftæði er þetta sem Gylfi kemur fram með ? Rannsókn er ekki einu sinni lokið og hann er að hvítþvo alla bankamenn sem unnu hjá bönkum sem framkvæmdarvalidið sem hann vinnur hjá er að sækja að og sakar um mjög gróf og umsvifamikil brot.
Hann stendur við þau orð að íslenskir bankamenn voru þeir verstu í heimi en bara ekki þeir sem vinnu núna í íslensku bönkunum. .... Bíddu aðeins Gylfi. Leiðréttu mig ef ég fer rangt með, er ekki milljarða hagnaður af "nýju" bönkunum sem eru að keyra heimili landsins í þrot en afskrifa grimmt fyrir fyrirtæki ?
Gylfi treystir íslenskum bankamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2010 | 15:56
Kroll stendur fyrir sínu
Slitastjórn með blaðamannafund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2010 | 07:32
Var Deutsche Bank saklaus áhorfandi ?
Ætlun Kaupþings var að hafa áhrif á markaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2010 | 09:22
Ekki þykkur skrápur
Tilraun til að hræða fjölmiðlafólk eða ná fram leiðréttingu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2010 | 19:37
Of lítið of seint ... eins og vanalega
Það er einkenni heimskunnar sem tröllríður þingsölum að það er aldrei gengið nema lágmarksnauðsyn til að það verði ekki uppreisn. Fjögur ár þýðir að einungis næst til 2006 ef mál eru höfðuð í ár. Þar sem geta og þekking manna til að afla sér upplýsingar er greinilega á steinaldarstigi þá er nokkuð ljóst að tilefnið til slíkrar málshöfðunar kemur ekki fram fyrr en á lokastigum. Ég bendi á "týndu milljarðana" sem mér skilst að hafi verið koma í ljós um daginn að væru réttmætir og löglegir en bara ekki sjáanlegir. Hvað hefði það skaðað af hafa þetta 6 eða 8 ár ? Jú það væri auðvitað algert svínerí ef málamyndarsamningar sem hafa komist hjá sviðljósinu í svo langan tíma séu settir í skotfæri.
Niðurstaða : Ef þjófur getur falið þjófnaðinn nægjanlega lengi þá má hann eiga hann.
Og svo eru menn hissa á að útlendingarnir treysti okkur ekki.
Eru þingmenn svo heiladauðir að átta sig ekki að þetta er búið að vera viðvarandi í nær áratug. Það að stofna erlend fyrirtæki til að kaupa í lánveitanda þess fyrirtækis er Pump and Dump. En nei, það er viðtekin vani að miða allt við þegar bankarnir fóru í einstaklingsgjafapakkningar, en ekki siðferðisvitunarleysi fjármálamarkaðarins og stjórnmálamanna.
Riftunarfrestur vegna gjaldþrota lengdur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2010 | 18:41
Fyrningarfresturinn liðinn hjá flestum ?? Nei sko
Nei sko til, eru hlutir fyrndir hjá sumum ... hmmm er það ósanngjart Jóhanna ? Kannski þú sért ekki að standa þig í stykkinu.
"orsaka bankahrunsins væri að leita dýpra og lengra aftur en til þriggja ára sem er fyrningartíminn sem landsdóm varðar"
Hvernig var það aftur ; ??? Heyri ekki, sé ekki, tala ekki ???? Eða var það " Of lítið, of hægt, of spillt " ???
Draga á þá sem tæmdu bankana fyrir dóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hlynur Jörundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 972
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar