1.10.2010 | 16:34
Blessaður karlinn
Sem sannur pólítíkus þá lítur hann fram hjá því að viðvera 2000 manna fyrir framan Alþingihúsið og eggjakast sýnir ástand í þjóðfélaginu. Á sannan hátt sjálfhverfungsins er þetta útskýrt fyrir sjálfum honum sem smár hópur öfgafullra einstklinga sem kalla á óframkvæmanlega hluti.
Hvar er raunveruleikaskyn Róberts Marshall .... í pontu Alþingis eða í lífi fólksins í landinu ?
Ekki til farsælda ef reiðin ræður för | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2010 | 12:24
879 klukkustundir versus 2064 ( 172 tímar x 12 mánuðir)
1167 tíma munur er á vinnutímalengd þingmanna og hins venjulega manns.
Sé tekið tilliti til þess að af þessum 897 er meira en helmingnum eytt í blaður og naflaskoðanir þingmanna sem þeir gætu auðveldlega dreift rituðum, þar sem svo er að sjá að mæting þingmanna sé allnokkuð langt frá 100 % á alla þingfundi þá vaknar spurningin ?
" Hversu mikið af hinum 1167 tímanum eyða þingmenn í vitræna þágu þjóðarinnar ?"
Eða er kannski meiri en helmingi tíma þingmanns eytt í hrossakaup og spunamennsku en ekki þingmennsku ?
Lengsta þingið hingað til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2010 | 14:35
Skiftir ekki máli
Afsökun skattstjóra ef ég man rétt, á því að bankarnir komust upp með það sem grunur er á að séu milljóna ef ekki milljarða skattsvik er sama afsökunin og Ömmi notar núna.
Aum afsökun karlinn minn, þá svo ekki sé hægt að svara fyrirspurninni innan tímamarkanna er það borðleggjandi að það þarf að skoða málið. Svo hvaða afsökun kemur þá við því að málið sé látið óskoðað ? Ekki tími, ekki peningar ?
Yfirhilming með afsökunaraðferðinni ?
Aumt svar Ögmundur, verulega aumt !
Fyrirspurn um nauðungarsölur ekki svarað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2010 | 20:07
Europol með á nótunum síðustu aldar
Það er nú gott að Europol skuli vera farin að rannsaka starfsemi Kaupþings, svona sér í lagi vegna þess að það eru jú tvö ár síðan bankinn féll. Hvað þurfti til að þeir vöknuðu til lífsins er auðvitað spurning. Kannski hefur það verið óttinn um að ef ekki kæmi neitt nægjalega misjafnt í ljós af sjálfsdáðum þá þyrfti að vekja upp áhugann á misferli Kaupþings og væntanlega með skýrskotun til upplýsinga sem hafi nýlega komið fram. Að minnsta kosti þá hlýtur að vera"góð" samvinna milli sérstaks saksóknara og Europol, svo eins og "góða" samvinnan á milli Serious Fraud og sérstaks saksóknara.
En þar sem lítið hefur komið nýlega fram nema hreinsunin hjá Banque de Havilland þá hlýtur eitthvað að hafa fundist þar. Hæpið samt því menn höfðu nær 2 ár til að taka til.
Svo hver ætli ástæðan sé ?
Gæti það hugsanlega verið ótti evrópskra þingmanna að væntanlegar niðurstöður FSA gætu leitt til þess að menn hættu að taka allt sem Kaupþingsmenn segja sem lýgi ? Og jafnvel vakið upp spurningar um lögmæti og raunverulegan tilgang með jarðsetningu íslensku bankanna ? Neeee, það getur ekki verið ... við höfum jú Jón Ásgeir og félaga og þeir eru auðvitað sekir um allt !!! Og við getum jú bara bætt Kaupþing með í körfuna fyrst FSA segir að bankastjórar Kaupþing gamla séu "góðir drengir". ( skrifast á ensku sem "members of the Good Old Boys")
Eða eru íslendingar bara trúgjarnir aular sem láta eigin pólítikusa og fjölmiðlaöfl leiða sig á asnaeyrunum að kröfu breta og erlendra stjórna og fjármálaafla ?
Persónulega tel ég númer 2 vera rétta matið.
Europol rannsakar Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2010 | 12:24
Þetta er nánast eins og að horfa inn í postulínsbúð þar sem óð fílahjörð hefur leikið lausum hala,“ sagði Vilmundur.
Sem sýnir best hversu fáránlega lélegar upplýsingar menn byggja á þegar þeir eru með yfirlýsingar. Það hefur verið rekin fílahjörð á fullu gegnum rekkaverk full af postulíni og brothættum hlutum, bara til að kanna hvað skeði. Merkilegt nokk brotnaði minna en þegar hópur manna var látinn hlaupa gegnum sama rekkaverk.
Skattkerfið var spillt, það er bara aðeins spilltara. Og besta vörnin gegn svikum er að forráðamenn fyrirtækja séu gerðir ábyrgir fyrir skuldum fyrirtækjanna sem þeir reka. Þetta veit Vilmundur en hann veit líka að þá geta menn ekki lengur rekið rýtinginn í bak samborgara sinna og grætt á því.
Lýsa ótrúlegri vanþekkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2010 | 07:16
Kýla á það ... eða var það keyra á það ???
Ók inn í Íslandsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.8.2010 | 01:05
Heilar 400 millur.... Vá
Kaupaukasamningum rift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2010 | 01:30
Skrautleg rannsókn
Vill rannsókn á gengislánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er auðvitað rétt að það er fáránlegt að þing fari í sumarfrí, nóg er af varaþingmönnum ef menn þola ekki 9 mánaða vinnuár. Hvað segir þingheimur um að lögreglan eða framkvæmdarvaldið fari í 3 mánaða sumarfrí á ári, kannski svo rétt yfir jólin eða heitustu mánuði ársins. Alþingi er sér til háborinnar skammar og því miður ekki í fyrsta sinn.
En hvert er verkefnið Steingrímur ?
Setja fjölskyldur landsins á hausinn til að fá stólana í Brussel.Ef fyrrum eigendur bankanna gátu hreinsað þá að innan í trássi við kröfuhafa og áttu þó einungis meirhluta í bökunum hvernig getur ríkisstjórnin sem er með bankana nýju í einkaeigu ekki fengið þá til að sýna vitræn viðbögð við vandamálum heimilanna. Er það út af því að bankarnir líkt og þú telja aukin útgjöld almennings í landinu í formi skatta og skulda í góðu lagi eins lengi og hægt er að hundelta lifandi lögaðila til dauðadags hans ? Er það þessvegna sem þú hefur þá rörsýni að sjá bara það sem þú vilt ?
Svelta rannsóknaraðila af hæfum erlendum sérfræðingum svo tryggt sé að ekki komist neitt upp nema það sem hægt sé að fella "The usual suspect" á og fela hitt ? Það dylst varla mörgum að það skiftir litlu máli í gangi rannsóknar á málum að ráða fleiri vanhæfa lögmenn eða hagfræðinga til rannsóknar á máli sem teigir sig milli landa og notaðst við mismunandi lög viðkomandi landa. Vissir þú að erlendir sérfræðingar á sviði rannsókna og þeir sem aðstoða við brotin telja málin "incrediable fiasco" ? Eða vissir þú það og ert hræddur um að eitthvað komi í ljós sem leynt á að fara ? Hollý hú fléttan sem skilaði einum stærsta kröfuhafanum einhverjar milljónir Evra rétt fyrir hrun og er greinilega sýndargerningur .. brot á 4 málsgrein 250 gr. laga nr. 19 1940 að mig minnir ... er látin óáreytt þrátt fyrir að fjölmiðlar hafi fjallað um það strax við hrun. Ertu hræddur um að þessi aðkoma Deutsche Bank og viðbrögð breta við henni með The Terrorist Act verði til þess að þið fáið ekki stóla í Brussel ?
Fara með ráðríki og leynisamningum gegn vilja almennings í landinu ? Í blöðum dúkka upp fréttir um að ríkið sé í "óformlegum samræðum" um mál sem almenningi er talin trú um að ekkert sé að gerast í ? Er það fleira sem þú vilt leyna þjóðinni vitneskju um
Taka þér heiðurinn af því sem náð hefur að bjargast en láta hliðarskaðann lenda á almenningi svo hægt sé að komast í Stól í Brussel ? Már hafði vit á að kanna samninga og kínverjar komu ekki bara til landsins að beiðni ríkisstjórnarinnar, aðrir aðilar virðast vinna vinnuna sem þú tekur þér heiðurinn af. Og skilur þú af hverju kínverjar keypt það sem þeir keypt, þetta er klink fyrir þá, það sem þú ættir að velta fyrir þér er hverjir komu og af hverju þeir komu svona margir og hverjum var verið að senda skilaboð. Sólin snýst ekki um ríkisstjórnina og hvað þá þig eða svokallaðan forsetisráðherra.
Sópa aðkomu Þjóðverja og Breta að því sem lítur út fyrir að vera ótrúlega bífræfið bankarán kröfuhafa undir teppið ?
Hvert er þitt verkefnið eiginlega því það sem þú segir stenst ekki skoðun ?
Eða getur þú ekki svarað nema með dyljum og hneyksla um útrásarvíkinga og bankamenn svo þú getir beint athygli almennings að meintum ... endurtek ... meintum brotum þeirra ?
Nei Steingrímur ég sé engan mun á meglomaníu þinni og uppáhalds vonda kallinum Davíð Oddsyni, þetta eigið þið sameiginlegt ... veruleikafirringu og þröngsýni.
Ég gæti skrifað margar blaðsíður um klúðrið og vanhæfni í ríkisstjórn, alþingi og stjórnsýslunni en nenni ekki núna. Bendi á að gögnin frá Bank de Havihversemvill eru víst enn í Lux, Sigurður í London og rannsókn mála í tómu tjóni. Erh ... ekki veifa orðum Evu Jouly framan í mig ... ég vil síður þurfa að benda á að hún fer með rangt mál til þess að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin svæfi rannsóknina.
Verkefnið er að takast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2010 | 15:03
Einn af betri bröndurunum í lagasetningu
Í nýju lögunum á að banna að lána aðilum fé til kaupa í fyrirtæki lánaveitanda með veði í keyptum bréfum. Svona í ljósi að þetta eru sýndarviðskifti og hafa þann einn tilgang að blekkja er það verulega furðulegt að menn ætli að láta þessi viðskiftasvik ganga í gegn án refsinga né sekta með lagasetningu um að það sé ólöglegt sem er nú þegar ólöglegt. Sýndarviðskifti og blekkingar í viðskiftum eru nú þegar ólögleg svo hvað eru menn að reyna sópa undir teppið. Eigin sekt ???
Fáum við kannski næst lög um að það sé bannað að taka eigur annarra úr húseign þeirra á þeim grunni að þetta séu eigur þess sem tekur þær ? Vá, ég vissi að Íslendinga eru hamingjusamasta þjóð í heimi en greinilegt að hamingjusömustu aðlilarnir í heimi eru þingmenn.
Bann við láni með veði í eigin bréfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hlynur Jörundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 972
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar