Europol með á nótunum síðustu aldar

Það er nú gott að Europol skuli vera farin að rannsaka starfsemi Kaupþings, svona sér í lagi vegna þess að það eru jú tvö ár síðan bankinn féll. Hvað þurfti til að þeir vöknuðu til lífsins er auðvitað spurning. Kannski hefur það verið óttinn um að ef ekki kæmi neitt nægjalega misjafnt í ljós af sjálfsdáðum þá þyrfti að vekja upp áhugann á misferli Kaupþings og væntanlega með skýrskotun til upplýsinga sem hafi nýlega komið fram. Að minnsta kosti þá hlýtur að vera"góð" samvinna milli sérstaks saksóknara og Europol, svo eins og "góða" samvinnan á milli Serious Fraud og sérstaks saksóknara.

En þar sem lítið hefur komið nýlega fram nema hreinsunin hjá Banque de Havilland þá hlýtur eitthvað að hafa fundist þar. Hæpið samt því menn höfðu nær 2 ár til að taka til.

Svo hver ætli ástæðan sé ?

Gæti það hugsanlega verið ótti evrópskra þingmanna að væntanlegar niðurstöður FSA gætu leitt til þess að menn hættu að taka allt sem Kaupþingsmenn segja sem lýgi ? Og jafnvel vakið upp spurningar um lögmæti og raunverulegan tilgang með jarðsetningu íslensku bankanna ? Neeee, það getur ekki verið ... við höfum jú Jón Ásgeir og félaga og þeir eru auðvitað sekir um allt !!! Og við getum jú bara bætt Kaupþing með í körfuna fyrst FSA segir að bankastjórar  Kaupþing gamla séu "góðir drengir".  ( skrifast á ensku sem "members of the Good Old Boys")

Eða eru íslendingar bara trúgjarnir aular sem láta eigin pólítikusa og fjölmiðlaöfl leiða sig á asnaeyrunum að kröfu breta og erlendra stjórna og fjármálaafla ?

Persónulega tel ég númer 2 vera rétta matið.


mbl.is Europol rannsakar Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hlynur Jörundsson

Höfundur

Hlynur Jörundsson
Hlynur Jörundsson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband