Leynisamningar

Leynisamningar virðast ætla loða við stjórnvöld enda ekki gott ef fólk vissi of mikið. Að huldusamningar séu í gangi við kröfuhafa er ekkert sem kemur á óvart. Ástæðan er einfaldlega sú að aðkoma kröfuhafa  er ekki alveg samkvæmt bestu vinnureglum. Og aðgerðarleysið varðandi rannsókn mála og skortur á uppflýsingarflæði til þeirra sem eiga að borga brúsann er löngu kominn í ljós. Kalt mat á þessarri staðreynd ef rétt reynist er að ríkisstjórnin hafi samið við kröfuhafa um að fá að láta íslenskar innistæður standa í nýja bankanum gegn því að bankinn tæki á sig 260 milljarða skuldabréf og á þann hátt blekkt landsmenn til að halda að þeir hafi bjargað innistæðum þeirra þegar þeir einungis fengu endurnýjaðan yfirdrátt gegn því að taka á sig ICESAVE skuldina.

Alveg brilljant.

Landsmenn töpuðu sem sagt ekki bankainnistæðunni sinni núna en tapa henni seinna ef NBI stendur sig ekki í hagnaðaraukningu og þurfa þá líka að taka á sig ICESAVE. Vekur auðvitað upp spurningu fyrir hverja þeir voru að "bjarga" innistæðum með því að láta ekki alla bankana fara í þrot og tryggja ekki innistæður neins. Framlenging er jú ekki björgun heldur bara lenging í hengingarólinni.

 Þetta útskýrir af hverju skjaldborg heimilanna kom ekki fyrr en heimilin voru lent í skuldasúpunni og af hverju skildirnir snúa öfugt svo tryggt sé að enginn komist út úr skjaldborginni.  Skjaldborg er sem sagt hin félagshyggjandi og jafnaðarskilgreinda útfærsla á skuldafangelsi.


mbl.is Grafið undan innstæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hlynur Jörundsson

Höfundur

Hlynur Jörundsson
Hlynur Jörundsson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband