Skilmálar - samningar - tilboð

Fyrst eru þeir grjótharðir og gefa ekkert eftir. Svo eru þeir tilbúnir að semja ... eins lengi og mál eru drifin af og hlutir ekki skoðaðir ... gefum þeim 1 - 2 mánuði í viðbót og skoðum hvað skeði í raun ... ekki hvað menn sögðu að hefði skeð .... og ég yrði ekki hissa þó þeir gerðu okkur tilboð um að vera með af því það væri svo fallegt af okkur.

 Er enginn raunverulega að átta sig á af hverju Bretar og Hollendingar snúast eins og vindhanar eftir því sem við verðum stífari og líklegri til að heimta skýringar ?   Agnes ..hvar er nú rannsóknarblaðamennskan ? 

Varðandi þann skaða sem dráttur á ICESAVE samningum hefur valdið þjóðarbúinu þá ... pish ... sýnið það í tölum ekki bara yfirlýsingum.


mbl.is Falla frá einhliða skilmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

skitnum nokkrum kílóum af skötusel

Ég hef aldrei haft mikið álit á Steingrím en þó svo ég sé alfarið á móti því kvótakerfi sem er og hef alltaf talið að móta ætti það eftir "kauprétterkerfum" (options) þá er fulllangt gengið þegar maðurinn þykist ekki gera greinamun á afstöðubreytingu og kílóum. Deilan snýst ekki um hvort veiddur sé skötuselur heldur af hverju og af hverjum hann er veiddur. Að stjórnin sé í þessu (einu af fáum) tilfellum að gera rétt er skotið niður af Steingrími með því að fara í orðaleiki þegar í raun er verið að leggja stefnulínu.

Þessi sjálfsblekking hans er að búa til verri vandamál en þau sem eru fyrir hendi. Heldur maðurinn virkilega að Samtök atvinnulífsins samanstandi bara af hálfvitum ? Einhver verður að rétta honum dagatal og benda honum á ártalið .... það er 2010 ekki 2006 ... og enginn meintur gullpottur til að teyma SA á asnaeyrunum eins og þá.

Það eru til orð yfir fólk sem segist vera gera eitt en er í raun að gera annað. Skiftir engu hvort það er að gera það í góðum eða illum tilgangi. Orðið er "lygari" en í sumum tilfellum er fólk lygarar þegar það er haldið sjálfsblekkingu og veruleikafirringu.

Þú bætir ekki böl þjóðfélagsins með sjálfsblekkingum og veruleikafirringu Steingrímur. Eigum við kannski von á sjálfshólsgreinum þínum í Europmoney með draugapennum líkt og grein Elliot Wilsons ?


mbl.is Sundurlyndisfjandann má ekki magna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkingin í björgunaraðgerðum

Merkilegt að menn skyldu átta sig á því sem blasið hefur við frá því að efnahagurinn hrundi. Og það er staðreyndin ... grimm en staðreynd .... að fjöldi fólks fer í gjaldþrot og allar björgunaraðgerðir miða að því að halda fólki sem skuldaþrælum sem lengst.

Af hverju ? Jú af því að lifandi manneskja sem er lögaðili deyr ekki við gjalþrot, hún gufar ekki upp eins og lögaðilinn fyrirtæki.

Segjum nú sem svo að við gjaldþrot geti lifandi manneskja líkt og sýndaraðilinn fyrirtæki, núllað sig af og byrjað upp á nýtt. ... Ríki og bankar tapa, líka lánadrottnar .... þeir geta ekki lengur mjólkað viðkomandi eins og þeir geta við niðurfærslur, aðlögun og önnur innihaldslaus og gagnlaus fyrirbæri.

Og hvaða áhrif hefur þetta að hinn enn svo spillta og rotna fjármálaheim og stjórunarheim .... jú, þeir sem eru þjóðin getur stillt þessum aðilum upp við vegg og sagt þeim að koma með eitthvað raunhæft og taka þá í björgunarstarfseminni. 

 Bara það að gjaldþrotalögunum yrði breytt hefði meiri áhrif á samningsvilja lánadrottna en allar aðgerðir ríkisins og fjármálakerfisins til samans.  Tapið myndi þá ekki bara lenda á fólkinu í landinu heldur líka þeim sem voru að græða á hinni meintu uppsveiflu síðast áratug.

 

 


mbl.is Gjaldþrot hvort sem skuldin er skattur eða bankalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jamm eins og spáð var

Nú það gengur ekki að vera gefa fólki eftir skuldir sem það engan veginn ræður við og sleppa þeim við titillinn "skuldafangelsismatur". Ekki nema þá ríkið fái sinn skerf. Menn verða að líta til þess að það kostar að komast í stólana hjá stóru strákunum sem berja á okkur. Segið mér annars ??? Frá hvaða plánetu er þetta lið sem eru í "pabba og mömmu"leik. Það er nefnilega greinilegt að þó það flokkist með uppréttum tvífætlingum þá skortir greinilega "sapiens" skilgreininguna hjá þeim.
mbl.is Afskriftir verða skattlagðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki sumt nýtt .... nýr skattstofn ?

Ég sá ekki ástæðu nema til að hlaupa yfir tillögur ríkisstjórnarinnar þar sem eins og samtök lánþega segja ... er lítið nýtt í þessum tillögum. En þó gat mér ekki varist bros að sjá að :

 

"Hóflegar skuldbreytingar verða skattfrjálsar en stórfelldar niðurfellingar skattlagðar."

 

Og hver mun nú meta hvað er hóflegt. Það segir sig sjálft að ef það á að leysa vandamál vegna greyðslubyrði þá er skattlagning niðurfellingar einungis tilfærsla á viðtakenda skuldarinnar. 

Ríkið ætlar sem sagt að græða á dílnum hvað sem tautar og raular. Enda má búast við að ríkið þurfi að fara standa í verulegum kostnaði við að styrkja bankana vegna væntanlegs taps vegna niðurfellinga ... erh ... hvaða rugl er þetta í mönnum.


mbl.is Harma máttleysi stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Janet Neel Cohen lögmaður og glæpasagnahöfundur

Sitjandi frá 1994 til 1995 sem yfirmaður BBC. Gerð að barónessu 3 maí 2000. Situr í lávarðardeildinni fyrir Labour.  Er þar af leiðandi stuðningsmaður Gordon Brown. ..... Hvað er fréttnæmt við þessa afstöðu hennar ? Er hún  ekki í lávarðardeildinni fyrir flokkinn ? Hún væri tæplega barónessa ef hún hefði ekki verið stuðningsmaður Labour. Svona eins og þingmennirnir okkar sem eru útibúa formannanna.
mbl.is Barónessa segir kröfur á Íslendinga hæfilegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð framsetning bankans, segir meira en þeir halda

"Fjöldi þeirra hlutabréfa sem myndar stofninn ræðst af hugsanlegri verðmætaaukningu tiltekins hluta eignasafns bankans."

Það er sem sagt búið að taka til hliðar stofnfé í kaupaukakerfissjóðinn.

"Ekkert er hæft í því að starfsmenn fái kaupauka fyrir að ganga hart fram gagnvart skuldurum. Þvert á móti. Framtíðarhagur Landsbankans og þar með verðmæti hlutabréfa í bankanum mun endurspeglast í traustum rekstri fyrirtækja sem vonandi verða viðskiptavinir bankans um langa hríð. Hagur atvinnulífsins og bankans fara því saman að þessu leytinu.”

Skrítið .. ég sé ekkert minnst á einstaklinga ... bara fyrirtæki. Ber að skilja það sem svo að einstaklingar nái ekki einu sinni upp í stöðugildið "skuldari". Er bankinn kannski með aðra skilgreiningu á einstaklingum, þ.e.a.s. lifandi verum en sýndarlögaðilum ?

Hvernig læt ég ... ha ha. Auðvitað eru skuldaþrælar ekki skilgreindir sem "skuldarar" heldur sem "þrælar".


mbl.is Ekkert kaupaukakerfi tekið upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei sko til var ekki allt í Gúddí fíling ?

Ja sei sei. Voru menn fyrst núna að vakna til vitundar um að derivatives og options eru spákaupmennska sem er frá því að bretar fóru formlega að meðhöndla veðmálin sín um kaup og sölurétt í breska heimsveldinu sem hefur síðan þróast í háþróaða gerð fjárhættuspila sem stunduð er af jakkafataklæddum fjármálamönnum með aðstoð endurskoðenda, hagfræðinga, lögfræðinga og viðskiftafræðinga. Þess ber einnig að geta að þessi markaður væri enn á sama frumstigi og hann var fyrir 80 árum ef ekki kæmi til blessuð tölvan.

Reyndar er skuldinni af kreppunni miklu í bandaríkjunum skellt að hluta til á afleiðumarkaðinn.Svo við getum líklega ekki kennt tölvunni um.

Skattsvik ?? Við hverju búast menn, afleiðusamingar og offshore = monkey buisnes.

Sláið inn derivative finance í leitarvélina og þið fáið :
http://en.wikipedia.org/wiki/Derivative_%28finance%29

Lesið ensku útgáfuna, hún fer nokkuð vel í þetta. Ekki bugast þó svo fullt sé af fallegum orðum.... þetta fellur allt undir spákaupmennsku eða veðmál.

Lítil tilvísun í greinina hjá wikipedia fer hér á eftir:

Speculative trading in derivatives gained a great deal of notoriety in 1995 when Nick Leeson, a trader at Barings Bank, made poor and unauthorized investments in futures contracts. Through a combination of poor judgment, lack of oversight by the bank's management and by regulators, and unfortunate events like the Kobe earthquake, Leeson incurred a $1.3 billion loss that bankrupted the centuries-old institution.[3

The loss of $7.2 Billion by Société Générale in January 2008 through mis-use of futures contracts.

Að vísu má benda á það að Options eru í raun eina raunhæfa meðhöndlunin á fiskikvótanum okkar. En einkavinavæðingin leyfði það ekki, stjórnvöldum á þeim tíma var bent á þessa staðreynd en þegar kemur að því að féfletta almenning á milljörðum en ekki þúsundköllum þá gilda víst aðrar reglur.

Þess má geta að Legg Mason mun víst vera einn af kröfuhöfum Kaupþings í gegnum Western Assets en þar á bæ bjóða menn allan pakkann. Skiljanlega eru skattaparadísirnar ekkert ofsalega hrifnar að vera blandað inn í þetta dæmi enda þeirra eini hagur skráningargjöld og þjónustureikningar.

http://en.wikipedia.org/wiki/Legg_Mason

Íslendingar fóru inn á alþjóðlegan spilavítismarkað sem gerir Bettson að auraharkara. Og þekking mann hér á landi virðist ákaflega dapurleg ef þá nokkur. Enda var víst litið á íslendinga sem "rubes" (sveitamenn).

Varðandi að peningar hverfi þá hverfa "virtual money", hitt má alltaf rekja, spurningin er bara hvort það svari kostnaði og hvernig ná skal því til baka þegar þeir aðilar sem eru stærstir í þessu eru sömu aðilarnir og hamra á okkur með ICESAVE eða hunsa okkur. ( Ef menn fatta ekki enn af hverju kaninn hunsar hjálparbeiðnir okkar þá vantar eitthvað í menn). Og nei, skattstjóri góður, IRS og DOD beygðu ekki Sviss UBS og Cayman með hótunum um Embargo og pólítískan þrýsting. Swissnesk lög banna að veita upplýsingar en UBS sótti um að fá að veita upplýsingarnar. Orðrómurinn er sá að CIA hafi látið af hendi upplýsingar sem gerðu þessum stofnunum kleift að knýja sitt í gegn. Á góðri ensku er það kallað blackmail, á íslensku "kúgun". Það sem er sagt er að það sé athyglisvert er að atlagan var aðallega að einstaklingum, ekki bönkum né fjármálafyrirtækjum.

Og svokallaðir höndlarar í Delaware eru víst mjög ánægðir með flóttann frá Evrópu. Þeir í Luxemburg eru ekki alveg jafn kátir.

http://online.wsj.com/article/SB10001424052748704131404575117210452589990.html?mod=WSJEUROPE_hps_LEFTTopWhatNews

Ef við erum rosaleg heppin þá gufuðu sýndarpeningarnir ekki upp í gegnum sýndarfyrirtæki.


Er það eðlileg stjórnsýsla að það sé þvílík bankaleynd að jafnvel skatturinn geti ekki komist að neinu nema bankinn fari á hausinn og taki þjóðina með sér?

Og hvernig stendur á því að núna meira en ári eftir hrun þegar botnfallið er að fljóta upp á yfirborðið þá eru stjórnvöld ekki enn búin með lögum að aðgreina milli banka og fjárhættuspilafyrirtækja ?

Enn eitt ... eru lög nr. 19 1940 málsgrein 249 ekki gild lög eða vilja menn bara ekki fara eftir þeim ?


mbl.is Hundraða milljarða skattsvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þeir eiga það svo sannarlega skilið

Hagnaður jókst verulega  svo 1 milljaður er sanngjarn bónus. Sér í lagi þegar litið er til þess hversu snyrtilega þeir snéru sér í því þegar ljóst var að íslensku bankarnir myndu geta orðið þeim baggi. Að vísu má spyrja hvort satt sé að þeir hafi hvatt menn til að lána stórar fjárhæðir út úr bönkum með lausafjárskort til að kaupa ... var það ekki annars skuldatryggingar sem þeir áttu að kaupa úr sýndarfyrirtækjunum á Jómfrúareyjum ??? Kannski ég fletti aftur upp lánabók Kaupþings á Wikileaks, fréttunum um yfirlýsingar Sigurjóns um ráðleggingar Deutsche Bank og kröfuhafalistanum ..... Humm
mbl.is Bónusar stjórnenda Deutsche Bank snarhækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímabundið afnám dráttarvaxta

Hugmyndin er góð. Hefði átt að koma fram miklu fyrr .... en... hún er bara morfín á verkina.

Það góða við hana er að hún gefur ráðrúm til að lækna sjúklinginn áður en hann er dauður, það slæma er að stjórnmálamenn munu án vafa benda á hana og segja : " Við gáfum ykkur eftir dráttarvextina, hvern djöfullinn viljið þið eiginlega .... sanngirni ?"

Það er ánægjulegt að sjá að sársaukaveinin í þjóðfélaginu hafa allavega truflað svefró stjórnmálamanna.


mbl.is Vill afnema dráttarvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hlynur Jörundsson

Höfundur

Hlynur Jörundsson
Hlynur Jörundsson

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 972

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband