13.5.2010 | 12:48
Athyglisvert kjaftæði
Ef brotin eru jafn gróf og umsvifamikil og sérstakur saksóknari og slitastjórn Glitnis með Kroll í broddi fylkyngar segja þá liggur í augum uppi að þeir sem störfuðu hjá bönkunum hafi óhjákvæmilega orðið varir við eitthvað einkennilegt. Það má ekki gleymast að það var umræða í þjóðfélaginu um ofurlaun og starfsemi bankanna.
En menn voru jú bara saklausir hermenn sem fylgdu fyrirmælum.
Hverskonar kjaftæði er þetta sem Gylfi kemur fram með ? Rannsókn er ekki einu sinni lokið og hann er að hvítþvo alla bankamenn sem unnu hjá bönkum sem framkvæmdarvalidið sem hann vinnur hjá er að sækja að og sakar um mjög gróf og umsvifamikil brot.
Hann stendur við þau orð að íslenskir bankamenn voru þeir verstu í heimi en bara ekki þeir sem vinnu núna í íslensku bönkunum. .... Bíddu aðeins Gylfi. Leiðréttu mig ef ég fer rangt með, er ekki milljarða hagnaður af "nýju" bönkunum sem eru að keyra heimili landsins í þrot en afskrifa grimmt fyrir fyrirtæki ?
Gylfi treystir íslenskum bankamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hlynur Jörundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 948
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vinsamlegast lestu aftur greinina, og lestu svo það sem þú skrifaðir.
Einar (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.