Leita að gefanda orðabókar

Ég skil vel áhyggjurnar. 

En um hvað ætla menn að ræða ? Ef virkilega spurning um hvort eigi að draga menn til ábyrgðar ?

Ég ætla hér með að leita að einhverjum sem er til í að gefa þingmönnum orðabækur sem innihalda skýringar á orðunum, ábyrgð, heiður, trúverðugleiki, lygi, undanferli og önnur orð sem ljóst er að íslenskir þingmenn og stjórnmálamenn kunna ekki skil á.  Kannski ... og bara kannski ... gæti það leitt til þess að einhverjir þeirra fengu sama skilning á þeim orðum og öðrum orðum eins og siðferðiskennd, þ.e.a.s. sama skilning og kjósendur þeirra leggja í orðin. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að við kjósendurnir létum þetta viðgangast, einungis hálfviti heldur því fram að honum hafi ekki verið ljóst að eitthvað gruggugt og grunsamlegt hafi verið á sveimi á "gullöldinni". Um skyrsluna er óþarfi að ræða í þinginu nema menn leiti leiða til að svæfa hana. Hún er afgerandi og eina spurningin er af hverju menn kalla ekki strax til landsdóm.

Það sem núna er að hefjast með notkun nefndar sem á að fjalla um niðurstöðu nefndar sem rannsakaði málið ... er hvað ??? yfirhilming ???.

Kemur svo önnur nefnd til að fjalla um niðurstöðu nefndarinnar sem er að fara að fjalla um niðurstöðu nefndarinnar sem var að rannsaka meint brot vegna efnahagshrunsins ?Hver er eiginlega fyrningarfresturinn ? Það er svo líka spurning hvenær þið tryggið að meint brot fyrnist ekki. Þ.e.a.s. ef menn ætla ekki að láta brotin fyrnast af ásettu ráði.

 

Sorrý , en á núna að meta trúverðugleik rannsóknarnefndarinnar, þingmenn að dæma um hvort brot voru framin af samstarfsfólki þínu og félaga þinna ? Það er dómsins að meta áræðanleika skýrslunnar og hvort brot voru framin samkvæmt lögum, þið eruð bara varnagli til að seinka málinu eða svæfa það.  Auðvitað er það fúlt að í ljós komi að stjórnmálamenn sé hægt að draga til ábyrgar .... en hvar er drengskapur ykkar og hjá hverjum liggur trúnaður ykkar þingmanna.  ..... í valdafíkninni og buddunni ? Mynni mig rétt þá er þrískifting valdsins, alþingi, framkvæmdarvald  .... og dómsvald .... eða telst dómsvaldið ekki lengur með ?

Hér er tilvitnun í ummæli um málin frá einum erlendum tengli mínum :

I have been following what might be described as the breathtaking fiasco wich has tragically befallen your beautiful land

Og Martin Kenney á Jómfrúareyjum er ekki sá einu sem hefur commentað á slíkt. Og ef sérfræðingar í svikamyllum, blekkingum og white collar crime´s telja það afgerandi ljóst að menn hafi brotið af sér og geta séð það út af erlendum blaðaskrifum og nokkrum þýðingum (orðréttum) á umfjöllun íslenskra fjölmiðla þá langar mig að vita af hverju enn einu sinni íslenskir fúskarar telja ástæðu til að "fjalla" um hvort vísa skuli málum til dómara.

 

 


mbl.is „Enginn flokkur stóð jafn dyggilega við útrásina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hlynur Jörundsson

Höfundur

Hlynur Jörundsson
Hlynur Jörundsson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband