12.4.2010 | 22:39
Kom SKÝRSLA EINA hverjum á óvart ??? Þyrnirós ?
Hvernig menn geta komist að niðurstöðu um að innihald skýrslunnar komi á óvart er mér óskiljanlegt. Sá möguleiki var í myndinni að menn myndu reyna að fegra hluti en það er bara búið að vera ljóst allan tímann að það eina sem skýrslan myndi gera væri að staðfesta það sem menn töldu sig vita og kannski leiða einhver smáatriði í ljós sem erfitt væri að sjá án þess að hafa gögn frá bönkunum og FME og Seðlabankanum í höndunum. Eitt slíkt dæmi er litla milljararfyrirtækið í London með 2 starfsmönnum sem gufaði upp. Svona í ljós þess að Kaupþing Luxemburg gufaði upp án þess að menn hefðu rænu á að sækja gögnin þaðan þá er það auðvitað borðleggjandi að smærri hlutir hverfa.
Sukkið og sjálftakan kemur engum á óvart, hægagangur í ákærugerð kemur á óvart .... það þarf ekki endilega að leggja allar ákærur fram í einu.
Stjórnkerfið stóð ekki lamað, við vitum öll að stjórnkerfið var út á hól með hinum álfunum. Þessvegna var þeim sparkað, þeim sem við gátum .. hinir sitja enn á sínum feita rass.
Skýrslan er ágæt, skipulega unnin, vel framsett, unnin án allrar yfirvinnu ( miðað við tímann sem hún tók ), söguþráðurinn einhæfur : "græðgi...heimska, heimska ... græðgi" .... og þokkalega gott gagn fyrir saksóknara .... erh .... eða er málið búið ?
Skýrslan kom þjóðinni á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hlynur Jörundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað gerir þú?
Sigurður Haraldsson, 14.4.2010 kl. 02:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.