4.2.2010 | 15:39
Skuldarstaðan og skuldirnar
Ein er sú leið sem landinn hefur löngum farið og samtök atvinnulífsins og aðrir, þar á meðal ríkið styður. Þetta er leiðin sem bankar og fyrirtæki stunda og í góðri sátt við alla nema þá sem ekki mega fara hana.
Hún er almennt kölluð kennitöluflakk.
Ef fólki byðist að fá að núlla stöðu sína og gera málin upp og byrja svo aftur með hreint borð þá er ég ansi hræddur um að biðröðin í slíka skráningu yrði löng. En staðreyndin er að sumir lögaðilar mega gera þetta .. það er að segja... hætta sem einn lögaðili og byrja sem nýr. Vandamálið fyrir hinn "lifandi" lögaðila er sá að þó svo hann reyni nauðarsamninga og/eða gjaldþrot þá elta lögmenn og kröfuhafar hann restina af hans líf með reikninga og skuldir sem ERU EKKI AFSKRIFAÐAR gagnvart skuldaranum þó svo þær séu það í bókum rukkarans eða handhafa gömlu skuldarinnar. Lögaðilinn fyrirtæki getur aftur á móti eins og fram er að koma í fjölmiðlum skotið nær öllu undan á grundvelli þess að "verið sé að bjarga hlutunum" og síðan farið í þrot. Daginn eftir er svo stofnaður nýr lögaðili .... fyrirtækið KLÓNN AF FYRIRTÆKI 1. Hvað er annars búið að stunda þetta lengi ? Og hvað er annars búið að tala oft um að koma í veg fyrir þetta ?
Menn bulla mikið um frjálsan markað, skuldaleiðréttinga o.s.f.
Staðreyndin er sú að hvorki þingmenn né aðrir eignarmenn í þjóðfélaginu vilja að hinn almenni borgari geti afskráð það litla sem hann á í því sem hann hélt hann væri að eignast og byrji aftur. Ástæðan er væntanlega sú að skuldaþræll sem sleppur kemur tæplega til með að lenda í sömu gildru aftur.
Það er augljós staðreynd öllum sem hafa nokkurn vilja til að horfast í augu við allar staðreyndir að "kissa á bágtið" er ekki nóg.
Spilið er löngu tapað í skuldarvanda heimilanna, eina spurningin er hvort menn eru að hjálpa skuldurunum eða lánadrottnum. Og að viðurkenna ekki að spilið sé tapað er einungis vegna þess að þá tapa lánadrottnar ... aðallega bankarnir okkar nýju sem gefnir voru útlendingum. Skemmtileg flétta; við tökum út úr gjaldþrota einkabönkum valið efni, gerum það að ríkiseign, styrkjum það og afhendum svo kröfuhöfum einkabankanna sem annars hefðu tapað þessu ... virkilega smart.Og útskýrum það með að við værum að bjarga sparifénu ... líklega því sem glatast í stórauknum álögum, verðhækkunum og öðrum skemmtilegheitum.
"Að koma til móts við skuldavanda heimilanna" er eins og að gefa drykkjumanni fyrir hausverkjatöflum þegar þynnkan er að drepa hann. Unnur Brá þarf að gera ansi meiri kröfur en þetta ef hún vill gera sér vonir um einhverja lausn.
"Að leysa skuldavanda heimilanna" er nokkuð mikið annað. En það kostar lánadrottna og ríkið og það viljið þið þingmenn ekki ... er það ?
Eða hvílir kannski svo mikil leynd yfir aðgerðum ríkisstjórnarinnar á þessu sviði líkt og öllum "rannsóknunum" vegna persónuverndar og viðskiftahagmuna að það er ólöglegt og óvarlegt að mati ríkisstjórnarinnar að heimilin fá að vita hvað verið sé að gera ?
Hvenær ætla menn eiginlega að hætta í "Sinking Fund" leiknum. Ef Árni meinar orð af því sem hann segir af hverju gengst hann ekki í að skuldarnir fái undankomuleið. Er það út af því að þá tapar ríkið ..... hverju ? Bankarnir tapa auðvitað.
Gengur eitthvað erfiðlega fyrir fólkið með 500 - 1000.000 á mánuði að átta sig á því að "leiðréttingar" og "aðlaganir" eru skítareddingar. Það þarf að leysa málin ekki skítmixa þau. Fólk sem er búið að missa atvinnuna vegna ástandsins og komið á atvinnuleysisbætur losnar ekki undan þrælsokinu með "leiðréttingu" eða "aðlögun". Og þó "hjól atvinnuslífsins" fari að snúast þá er það engin laus ... það er búið að setja þrælshlekkina á fólk. Og það er rétt að halda því til haga að hlekkirnir voru settir vegna "hjóla atvinnulífsins" ekki fólksins.
Lausn á skuldavanda forsenda sáttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hlynur Jörundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.