Frestur er á illu bestur eða hvað ?

Frestun á uppboði þjónar einungis tilgangi ef líkur eru á að skuldari geti eitthvað gert sem snýr við stöðu hans. Svo er þó ekki um nær alla sem stefna í nauðungarsölu. Frestur hefur þann tilgang einan að gefa skuldara nokkra mánuði til að lenda ekki á götunni. Og auðvitað hækka skuldina. Og að ógleymdu að ná meiri pening af honum áður en hann lendir á götunni.

Það merkilega við viðbrögð yfirvalda við þessum aðsteðjandi vanda er að þau kjósa að þjóna hagsmunum lánadrottna. Þessi skjaldborg heimilanna lítur meira út sem fangelsi en flóttamannabúðir. 

Sýndarlögaðilinn fyrirtæki 1 sem lendir í þessum vanda biður ekki um frest, hann fer í þrotaskifti að afloknum nauðasamningum, kröfur og gjöld á hann eru afskrifaðar og er svo fyrir tilstuðlan raunverulega lögaðilans "eigandandans" vakinn upp frá dauðum sem nýr sýndarlögaðili fyrirtæki 2. Með algerlegan hreinan skjöld og gersamlega skuldlaus. Ég geri ráð fyrir að hér sé komin skjaldborg fyrirtækjanna.

Bankarnir voru gott dæmi enda komnir í eigu útlendinga. Ég er ansi hræddur um að sparifé landmanna sem var "bjargað" sé á góðri leið með að verða uppurið í nýrri dýrtíð.

Raunverulegur lögaðili einstaklingur 1  fer í gjaldþrot og kemur út úr því sem gjaldþrota lögaðili 1 og ber um aldur og ævi á bakinu skuldirnar sem ríki og kröfuhafar lýstu í þrotabúið.

Það gilda sem sagt ekki sömu lög um sýndarlögaðila og raunverulegan lögaðila.

Lagabreyting sem gerði raunverulegum lögaðila kleyft að forðast skuldafangelsi og njóta sömu kjara og sýndarlögaðili er grundvallaratriði í að bjarga heimiliunum. Í alltof mörgum tilfellum hafa aðstæður breyst það hrikalega að það er ekki hægt að "skítmixa" einhverja tímabundnar reddingar.

En það er auðvitað ekki stefna stjórnvalda að gæta hagsmuna einstaklinga eða heimila heldur hafa þau að féþúfu. Og að ógleymdri þeirri staðreynd að of mikið af óseldum íbúðum lækkar verðið og þá fasteignagjöld og lánadrottnar fá ekki hagnaðinn sem þeir gerðu ráð fyrir.

Sem sagt það á að halda áfram að gæta hagsmuna ríkissjóðs og lánadrottna á kostnað einstaklinga og heimilanna.

Svipað gáfulegt og þegar ríkisstjórnin vildi lengja afborgunartíma Icesave en ekki leita leiða til að lækka greyðslurnar. Því miður getur forsetinn ekki skotið þessu máli til þjóðarinnar.


mbl.is Uppboðum enn frestað um þrjá mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hlynur Jörundsson

Höfundur

Hlynur Jörundsson
Hlynur Jörundsson

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband