vinstri hægri tja tja tja

Gögnin sem wikileaks eru að birta um skjöl bandaríkjamanna eru óneitanlega fyndin.

Viðbrögð USA eru eins og konunnar sem heimtar að húsið sé brennt til grunna því könguló sé á baðinu. 

Kínverjar eiga að stunda njósnir og Rússar njósna um þá ? Og hvernig veit USA þetta ?? Jú þeir hljóta að hafa njósnir um njósnir Rússa um njósnir Kínverja .... erh ... So ???.

En óneitanlega þrátt fyrir 007 hugsunarháttinn þá er full ástæða fyrir íslenska vitfyrringa að staldra við og hugsa um hvað þeir séu sjálfir eiginlega að gera.

Ef kínverja langar í íslensk líftæknileyndarmál þá myndu þeir einfaldlega kaupa sig inn í fyrirtækin og jú örugglega lesa Rússar íslensk blöð og fylgjast með.

Það er ljóst að í sendiráðunum eru menn svolítið í sínum eigin heimi en fljótt á litið haldnir sömu veruleikafirringu og íslenskir ráðamenn.

Þetta er allt hin kostulegustu mál


mbl.is Kínverjar taldir stunda njósnir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög merkilegt að sjá hvernig öll umræða um þessi mál mótast af fáfræði, ofstæki og blindum, röklausum Anti-Americanisma. Það voru trilljón blogg og háværar upphrópanir þegar upp komst að Bandaríska sendiráðið leitar í rusli nágranna sinna (sem er reynar mjög skynsamlegt, í ljósi þess að hundruð sendiráð Bandaríkjanna hafa orðið fyrir sprengingum og sendiráðstarfsmanna hafa verið myrtir um heim allan, og betra að vita ef ofstækisfullur stuðningsmaður Bin Ladens leynist í næsta húsi...)........og þá gargaði Össur Skarphéðinsson sem hæst hann gat vandlætingarorð....

 en þegar upp kemst upp að Kínverjar eru að njósna um DeCode og vísindamennina okkar, hlera símana okkar og tölvupóstana...þá heyrist ekki múkk, rétt eins og það sé alvarlegra að Bandaríska sendiráðið róti í nokkrum ruslatunnum?

 Afhverju er það? Halda menn Kínverjar, sem eru einhverjir mestu rasistar heims, og enginn af innfæddu Kínversku minnihlutahópunum nýtur góðs lífs, þeir kúga marga fleiri en Tíbeta, og bera álíka virðingu fyrir lýðræði, einstaklingsfrelsi og mannréttindum og Osama Bin Laden bæri fyrir samkynhneiðgum manni á leið til bæna í synagógu. Sömu Kínverjar og njósna um okkar tölvur njósna um tölvur sinna eigin þegna svo mjög að flestar vefsíður sem við álítum sjálfsagðar eru blokkeraðar þar í landi, og menn geta átt von á lögreglunni ef þeir slysast til að horfa á myndbönd sem ekki eru þóknanleg stjórnvöldum, og ljóðskáld eru dæmd til dauða þar í landi fyrir að semja skáldskap sem ekki er þóknanlegur stjórnvöldum eða berjast fyrir umbótum í mannréttindamálum.

 En svona eru Íslendingar blindaðir af Bandaríkjahatri sínu og rökleysi, bara afþví það er tísku og höfðar til einhverra lágkúrulegra tilfinninga, að þeir reiðast Bandaríkjamönnum meira fyrir að róta í ruslinu, en Kína fyrir að ætla að stela af okkur vísindauppgötvunum og öðru áður en við gerum þær og njósna um tölvupóstinn. Er fólk búið að gleyma því að áður en Kína kom hér síðast í opinbera heimsókn lenti fólk sem hefur ekkert til saka unnið annað en stunda kínverska leikfimi frá Falun Gong og aldrei hefur komið til Kína í áreiti og yfirheyrslum og mótmælendur voru læstir inni í einhverjum skóla?

Er þetta eðlilegt? Erum við svona miklir heiglar og aumingiar? Innst inni svona HRÆDD við Kínverja! bababababa! kjúklingar!

Eða erum við bara svona heimsk?

Rótað í rusli og Össur og almúginn  sem hann reynir hvað eftir annað mislukkað að ganga í augun á garga og arga í alla fjölmiðla.

 Kína situr um að stela af okkur alvöru uppgötvunum og njósnar um síma og tölvupóst almennings (hvernig annars vita þeir hverjir stunda Falun Gong æfingar????????) og eitt pent lítið hlutlaust blogg birtist og enginn segir múkkk og varla á málið minnst í fjölmiðlum. Og ríkisstjórnin brosir bara á leið til Kína að leita að tónlist fyrir opnunartónleika Hörpu?

Afsakið mig meðan ég æli! Fasistar!!!!!!!!

FRELSI (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 13:29

2 identicon

Þætti þér allt í lagi Kínverjar keyptu sig inn í fyrirtæki eins og erfðagreiningu og hefðu allan aðgang að sjúkdómsupplýsingum etc, nú á tímum líftæknivopna þegar hægt er að framleiða vopn sem bitna fremur á fólki með ákveðna dna samsetningu en öðru, etc? Þykir þér kannski líka allt í lagi þeir "eiga" (stuldur!..og landráðamaður sem seldi þeim það!) þegar orðið hlut í fiskinum okkar?

Þá ertu ekki verðugur þeirrar blessunar að hafa fæðst inn í Vestrænt lýðræðissamfélag og ættir að taka næstu vél til Norður Kóreu væni.

Einar B. (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 13:34

3 Smámynd: Davíð Þór Þorsteinsson

Vinstri?Hægri?Ísland?Bandaríkin?Kína?Stjórnmál?

Þetta eru bara glæpamenn af verstu gerð. Skiptir ekki máli frá hvaða landi þeir eru en þeir eru að njósna um almúgan og eru megin ástæða fyrir því að mannkynið er í sárum og sorgum. Það er vitað að bandaríska ríkið eigi t.d. margar leynilegar "skrifstofu" byggingar í flestum löndum. Þar á meðal á íslandi.

Allur þeirra raunverulegur tilgangur er dulinn.

Davíð Þór Þorsteinsson, 4.12.2010 kl. 14:39

4 identicon

Athyglisvert. HAHAHAHAHA

Af ykkur þrem er Davíð greinilega sá eini með viti.

Allur þeirra raunverulegur tilgangur er dulinn. Á við þá alla.

Einar B. ? Ef kínverjar vildu okkar líftækniþekkingu þá er ekkert sem stoppar þá að kaupa sig inn í fyrirtækin. Svo hugsaðu áður en þú setur niður orðin. En Kínaheimsóknin í leit að tónlist var ekki að upplagi sendiráðsins skyldist mér heldur ferðagræðgi viðkomandi ferðalanga. En greinilega lítur Frelsi öðrvísi á.

Og Frelsi hefur greinilega einhverjar James Bond útgáfu af njósnunum. Kínverjr eiga langt í land með ýmsa hluti þar með talin mannréttindi og einstaklingsins en USA þarf líka að taka til hjá sér.

Ykkur til fróðleiks þá er ég hvorki antiUSA né antiKína né antiRussia né antiUS. En persónulega er mér salla sama um hvað þið haldið, vildi bara benda á það.

Og ólíkt litlu yfirlýsingarglöðu og sjálfhverfu upphrópunarsinnunum þá hiksta ég ekki við að beina orðum mínum til þeirra sem við á beint. Og þar tel ég með sendiráðin og erlenda aðila. Svo hættið þessu væli, ég er ekki gæinn til að væla utaní einhverjar klisjur, ef þið hafið eitthvað vitrænt að segja þá segið það. Og ef ég er á annarri skoðun þá .... So ?

Hlynur Jörundsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 16:01

5 identicon

Hæ Davíð. Hvaða skrifstofubyggingar eiga Bandaríkin hér á landi?

Jólasveinn (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 16:01

6 identicon

Ég hef engar "James Bond " útgáfur af þessum njósnum. Þetta með að Kínverjar væru að ónáða saklaust fólk fyrir heimsókn sín er alþekkt og var talað um í öllum fjölmiðlum hérlendis. Líka að Falun Gong mótmælendur voru "geymdir" í einhverjum skóla. Annað sem ég er að segja er beint úr Wikileaks. Hvar er ég með James Bond stæla? Þarftu að taka það persónulega til þín þó ég bendi á muninn á viðbrögðum við þessum stórfelldu njósnum Kínverja eða ruslatunnurótinu um daginn? Ert þú ekki sá EINI sem bloggaðir yfirhöfuð, meðan allt varð vitlaust út af njósnum USA? Afhverju má ekki benda á það? Ef þú værir virkilega hlutlaust þætti þér líka eitthvað athugavert við þetta.

Frelsi (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 16:06

7 identicon

Hæ Davíð. Hvers vegna telur þú að njósnarar séu megin ástæða þess að mannkynið er í sárum? Er ekki augljóst að njósnir hafa líka oft komið góðu til leiðar?

Jólasveininn. (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 16:08

8 identicon

Rétt, Kínverjar voru með óeðlilegar kröfur, og það óeðlilegasta var að við hlustuðum á það. Og ruslatunnurót er auðvitað ansi fáránlegt.

Nei ég bloggaði ekki svo ég muni, enda þótti mér viðbrögðin ansi ýkt.

Ég er ekki hlutlaus en ég er ekki neitt sérstaklega trúgjarn og mér þætti það ákaflega heimskt ef sendiráðin almennt beittu ekki öllum aðferðum við að tryggja öryggi sitt. En slíkt þarf auðvitað að vera í samstarfi við viðkomandi yfirvöld og með tilliti til nágranna, svo ég sé ekkert athugavert við að USA sendiráðið reyni að fylgjast með umferð í sínu nánasta nágrenni eins lengi og það er með eðlilegum hætti og vitneskju nágranna. Og ég væri illa hissa ef önnur sendiráð leituðust ekki við að tryggja sitt nánasta umhverfi. 

Hlynur Jörundsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 16:13

9 Smámynd: Davíð Þór Þorsteinsson

Ég veit ekkert hvaða húsnæði það eru en þegar þú ert niðr í reykjavík og horfir á húsin í kringum þig gæti alveg eins eitt húsið verið í eigu bandaríska ríkisins með einhverja starfssemi í gangi.

Ég er sammála að njósnir geta verið góður hlutur, á þá sem eiga það skilið ekki almúgan sjálfur, og það er aldrei réttlætanlegt að halda einhverju leyndu frá fólkinu.

Öll stjórnvöld eru alveg brjáluð yfir því að það er verið að sýna almúganum skjöl. Skjöl, leyniskjöl sem á að halda leyndu frá fólki eins og mér og þér. Auðvitað því stjórnvöld eru ill og ósanngjörn, það er  verið að rífa af þeim grímurnar og sjá þeirra rétta andlit.

Davíð Þór Þorsteinsson, 4.12.2010 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hlynur Jörundsson

Höfundur

Hlynur Jörundsson
Hlynur Jörundsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband