26.11.2010 | 02:21
Nei sko Rowland fjölskyldan
Mikið er ég hissa, það virðist nefnilega vera nokkuð ljóst að menn eru búnir að vera duglegir við að ignorera aðkomu Rowlandfjölskyldunnar að dæminu. En eins og menn vita þá allt í einu upp úr þurru þá keypti Rowlandfjölskyldan Kaupþingútibúið sem sérstakur saksóknari fær engar upplýsingar enn úr skilst mér og réði alla höfðingjana úr gamla Kaupþing sem ráðgjafa eða bankastjóra.
En við skulum ekkert vera skoða það, skellum bara öllu á "the usual suspect´s". Mönnum til fróðleiks er Rowlandfjölskyldan afburða sjóuð í Offshore leikjum og hinir svokallaðir "sérfræðingar" okkar hafa ekkert að gera í hana. Og tengslin eru gott betur eldri en tvívetra.
En þetta verður örugglega fróðlegt til að fylgjast með. Byrjendur gegn sérfræðingum, jamm.
"Rowland, sem er í 85 sæti yfir auðugustu menn Bretlands, samkvæmt lista The Sunday Times, hefur lagt milljónir punda í kosningasjóði Íhaldsflokksins."
En blessaður karlinn fékk samt ekki að vera með því það er víst hætta á að hann hafi eitthvað óhreint í pokahorninu, átti víst að verða ... ja lesið sjálf
http://www.guardian.co.uk/politics/2010/aug/19/david-rowland-conservative-treasurer-quits
Svo það verður fróðlegt að vita með hverjum bretar standa. Rowena Mason er greinilega meira með á nótunum en íslensku fjölmiðlarnir, þeir ættu kannski að vingast við hana. En að sækja málið í Bretlandi er nú ekki beint viturlegt. OG þegar loksins einhver vaknar þá verður Rowland búinn að afmá öll sín spor. Enda standa yfir hreingerningar þar og hin ýmsu offshore fyrirtæki eru í sundurlimun og afskráningu.
Straumur höfðar mál gegn Rowland-fjölskyldunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hlynur Jörundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.