29.3.2010 | 18:49
skitnum nokkrum kílóum af skötusel
Ég hef aldrei haft mikið álit á Steingrím en þó svo ég sé alfarið á móti því kvótakerfi sem er og hef alltaf talið að móta ætti það eftir "kauprétterkerfum" (options) þá er fulllangt gengið þegar maðurinn þykist ekki gera greinamun á afstöðubreytingu og kílóum. Deilan snýst ekki um hvort veiddur sé skötuselur heldur af hverju og af hverjum hann er veiddur. Að stjórnin sé í þessu (einu af fáum) tilfellum að gera rétt er skotið niður af Steingrími með því að fara í orðaleiki þegar í raun er verið að leggja stefnulínu.
Þessi sjálfsblekking hans er að búa til verri vandamál en þau sem eru fyrir hendi. Heldur maðurinn virkilega að Samtök atvinnulífsins samanstandi bara af hálfvitum ? Einhver verður að rétta honum dagatal og benda honum á ártalið .... það er 2010 ekki 2006 ... og enginn meintur gullpottur til að teyma SA á asnaeyrunum eins og þá.
Það eru til orð yfir fólk sem segist vera gera eitt en er í raun að gera annað. Skiftir engu hvort það er að gera það í góðum eða illum tilgangi. Orðið er "lygari" en í sumum tilfellum er fólk lygarar þegar það er haldið sjálfsblekkingu og veruleikafirringu.
Þú bætir ekki böl þjóðfélagsins með sjálfsblekkingum og veruleikafirringu Steingrímur. Eigum við kannski von á sjálfshólsgreinum þínum í Europmoney með draugapennum líkt og grein Elliot Wilsons ?
Sundurlyndisfjandann má ekki magna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hlynur Jörundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rosalega er ég sammála þér Hlynur, þetta skref er byrjunin á því sem koma skal og það sjá allir og lygamörðurinn steingrímur er svo vitlaus að halda að hann geti haft fólk að fíflum, afhverju dregur hann ekki þessi skítnu kíló til baka til að lægja öldurnar ef þetta skiptir engu?????
Óskar (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.