20.3.2010 | 20:52
Blekkingin í björgunaraðgerðum
Merkilegt að menn skyldu átta sig á því sem blasið hefur við frá því að efnahagurinn hrundi. Og það er staðreyndin ... grimm en staðreynd .... að fjöldi fólks fer í gjaldþrot og allar björgunaraðgerðir miða að því að halda fólki sem skuldaþrælum sem lengst.
Af hverju ? Jú af því að lifandi manneskja sem er lögaðili deyr ekki við gjalþrot, hún gufar ekki upp eins og lögaðilinn fyrirtæki.
Segjum nú sem svo að við gjaldþrot geti lifandi manneskja líkt og sýndaraðilinn fyrirtæki, núllað sig af og byrjað upp á nýtt. ... Ríki og bankar tapa, líka lánadrottnar .... þeir geta ekki lengur mjólkað viðkomandi eins og þeir geta við niðurfærslur, aðlögun og önnur innihaldslaus og gagnlaus fyrirbæri.
Og hvaða áhrif hefur þetta að hinn enn svo spillta og rotna fjármálaheim og stjórunarheim .... jú, þeir sem eru þjóðin getur stillt þessum aðilum upp við vegg og sagt þeim að koma með eitthvað raunhæft og taka þá í björgunarstarfseminni.
Bara það að gjaldþrotalögunum yrði breytt hefði meiri áhrif á samningsvilja lánadrottna en allar aðgerðir ríkisins og fjármálakerfisins til samans. Tapið myndi þá ekki bara lenda á fólkinu í landinu heldur líka þeim sem voru að græða á hinni meintu uppsveiflu síðast áratug.
Gjaldþrot hvort sem skuldin er skattur eða bankalán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hlynur Jörundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.