17.3.2010 | 03:33
Nei sko til var ekki allt í Gúddí fíling ?
Ja sei sei. Voru menn fyrst núna að vakna til vitundar um að derivatives og options eru spákaupmennska sem er frá því að bretar fóru formlega að meðhöndla veðmálin sín um kaup og sölurétt í breska heimsveldinu sem hefur síðan þróast í háþróaða gerð fjárhættuspila sem stunduð er af jakkafataklæddum fjármálamönnum með aðstoð endurskoðenda, hagfræðinga, lögfræðinga og viðskiftafræðinga. Þess ber einnig að geta að þessi markaður væri enn á sama frumstigi og hann var fyrir 80 árum ef ekki kæmi til blessuð tölvan.
Reyndar er skuldinni af kreppunni miklu í bandaríkjunum skellt að hluta til á afleiðumarkaðinn.Svo við getum líklega ekki kennt tölvunni um.
Skattsvik ?? Við hverju búast menn, afleiðusamingar og offshore = monkey buisnes.
Sláið inn derivative finance í leitarvélina og þið fáið :
http://en.wikipedia.org/wiki/Derivative_%28finance%29
Lesið ensku útgáfuna, hún fer nokkuð vel í þetta. Ekki bugast þó svo fullt sé af fallegum orðum.... þetta fellur allt undir spákaupmennsku eða veðmál.
Lítil tilvísun í greinina hjá wikipedia fer hér á eftir:
Speculative trading in derivatives gained a great deal of notoriety in 1995 when Nick Leeson, a trader at Barings Bank, made poor and unauthorized investments in futures contracts. Through a combination of poor judgment, lack of oversight by the bank's management and by regulators, and unfortunate events like the Kobe earthquake, Leeson incurred a $1.3 billion loss that bankrupted the centuries-old institution.[3
The loss of $7.2 Billion by Société Générale in January 2008 through mis-use of futures contracts.
Að vísu má benda á það að Options eru í raun eina raunhæfa meðhöndlunin á fiskikvótanum okkar. En einkavinavæðingin leyfði það ekki, stjórnvöldum á þeim tíma var bent á þessa staðreynd en þegar kemur að því að féfletta almenning á milljörðum en ekki þúsundköllum þá gilda víst aðrar reglur.
Þess má geta að Legg Mason mun víst vera einn af kröfuhöfum Kaupþings í gegnum Western Assets en þar á bæ bjóða menn allan pakkann. Skiljanlega eru skattaparadísirnar ekkert ofsalega hrifnar að vera blandað inn í þetta dæmi enda þeirra eini hagur skráningargjöld og þjónustureikningar.
http://en.wikipedia.org/wiki/Legg_Mason
Íslendingar fóru inn á alþjóðlegan spilavítismarkað sem gerir Bettson að auraharkara. Og þekking mann hér á landi virðist ákaflega dapurleg ef þá nokkur. Enda var víst litið á íslendinga sem "rubes" (sveitamenn).
Varðandi að peningar hverfi þá hverfa "virtual money", hitt má alltaf rekja, spurningin er bara hvort það svari kostnaði og hvernig ná skal því til baka þegar þeir aðilar sem eru stærstir í þessu eru sömu aðilarnir og hamra á okkur með ICESAVE eða hunsa okkur. ( Ef menn fatta ekki enn af hverju kaninn hunsar hjálparbeiðnir okkar þá vantar eitthvað í menn). Og nei, skattstjóri góður, IRS og DOD beygðu ekki Sviss UBS og Cayman með hótunum um Embargo og pólítískan þrýsting. Swissnesk lög banna að veita upplýsingar en UBS sótti um að fá að veita upplýsingarnar. Orðrómurinn er sá að CIA hafi látið af hendi upplýsingar sem gerðu þessum stofnunum kleift að knýja sitt í gegn. Á góðri ensku er það kallað blackmail, á íslensku "kúgun". Það sem er sagt er að það sé athyglisvert er að atlagan var aðallega að einstaklingum, ekki bönkum né fjármálafyrirtækjum.
Og svokallaðir höndlarar í Delaware eru víst mjög ánægðir með flóttann frá Evrópu. Þeir í Luxemburg eru ekki alveg jafn kátir.
http://online.wsj.com/article/SB10001424052748704131404575117210452589990.html?mod=WSJEUROPE_hps_LEFTTopWhatNews
Ef við erum rosaleg heppin þá gufuðu sýndarpeningarnir ekki upp í gegnum sýndarfyrirtæki.
Er það eðlileg stjórnsýsla að það sé þvílík bankaleynd að jafnvel skatturinn geti ekki komist að neinu nema bankinn fari á hausinn og taki þjóðina með sér?
Og hvernig stendur á því að núna meira en ári eftir hrun þegar botnfallið er að fljóta upp á yfirborðið þá eru stjórnvöld ekki enn búin með lögum að aðgreina milli banka og fjárhættuspilafyrirtækja ?
Enn eitt ... eru lög nr. 19 1940 málsgrein 249 ekki gild lög eða vilja menn bara ekki fara eftir þeim ?
Hundraða milljarða skattsvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hlynur Jörundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.