Allt í plati ?

Þetta er skemmtilegt. Ríkisstjórnin ætlar að niðurlægja þjóðina með því að kjósa ekki. Með ólíkindum .... en í raun ekki því það sem er með ólíkindum er hvað hefur verið gert til að hindra að mál komi fram í dagsljósið. Ekki skella skuldinni á sérstakan saksóknara sem er settur í óþökk ríkisstjórnarinnar ... ekki kenna skattinum um sem kemur að lokuðum dyrum allstaðar því enginn vill segja þeim neitt né rétta þeim hjálparhönd ... ekki blammera ríkislögreglustjóra og efnahagsbrotadeild sem áttar sig ekki á að það gilda önnur lög og aðrar aðferðir erlendis en hér. Nei, ekki heldur útrásarvíkingana og endurskoðendurna eða lögfræðingana.

Byrjum á að blammera þá sem eru að koma í veg fyrir að flett sé ofan af vitleysingunum með þögn sinni, peningaskömmtun og leyndó leyndó. Jamm, ráðamenn og alþingi, sem ekki setja viðeigandi lög á réttum tímum og eyða tímanum í einskinsverð áhugamál sín.

Fjárnám verður ekki gert í Svíþjóð vegna gjaldeyrirbrasks út af því að það var löglegt, klaufalegt af ríkislögreglustjóra að kanna það ekki fyrst.

 Eignaundanskot mun heppnast af því alþingi er að falla á tíma með lagasetninguna.

Meint fjármálamisfeli mun daga uppi.

Icesavedeilan breytir engu um lánakjör, ég spurðist fyrir erlendis .... hvað með ykkur ... spurjið þið ekki eða trúið þið öllu í blöðunum ?

Allir segja satt við fjölmiðlana ????  Eruð þið að grínast ?

Er virkilega enginn sem er vakandi hérna á Íslandi ???

 Efnahagshrunið var afleiðing panikkviðbragða íslenskra .... og erlendra ríkisstjórna þegar erlendir hagsmunaaðilar fóru að setja íslensku bankana á brunaútsölu. Þetta er svona einfalt ... en það lítur ekki vel út fyrir ansi marga að þeir klúðru málum og því á að þagga þetta í hel.

Haldið þið virkilega að íslensku bankarnir séu þeir einu sem voru pappírstígrar ?

Hvar í ósköpunum haldið þið að menn hafi lært þessi sheningans .... í menntó ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hlynur Jörundsson

Höfundur

Hlynur Jörundsson
Hlynur Jörundsson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband