Alveg rétt hjá Gylfa eða hvað ?

Það væri gaman að vita hvar peningarnir allir sem við eigum þá að hafa stolið ... eru ? Gylfi er ekki með þá í rassvasanum og ég ekki heldur svo einhver er með þá. Hinn möguleikinn er þá sá að það hafi aldrei verið neinir peningar heldur svona "selstsemgull" peningar. Sé svo þá er spurningin hvað við eigum að endurgreiða. .... Nokkuð skemmtileg hagfræðingsleg útfærsla á vandamáli með því að segja að það sé ekki til.

Svo væri gaman að vita hvar menn lærðu þessa litlu leiki ? Voru þeir kenndir í hagfræði 007 í Háskólanum ? Miðað við yfirlýsingarnar um að milljarðar hafi horfið í tómið í Luxemburg o.s.f. þá fer mann að gruna að annaðhvort kunni þessir menn ekki sitt fag eða séu hreinlega að hilma yfir.

Peningar hverfa ekki,  svo einfalt er það, og það er alltaf hægt að rekja slóðina, líka í Luxemburg, BVI, Anchilles o.s.f. það bara kostar peninga og þekkingu. Peninga sem stjórnvöld vilja ekki leggja í þetta og þekkingu sem menn hafa ekki.

Hinn möguleikinn er sá að það hafi aldrei verið til peningarnir og þá þarf að fara setja menn í löngu röðum í fangelsi fyrir brot á hinum ýmsu lagagreinum sem stjórnvöld vilja ekki fara eftir. Ein af þeim greinum er bannið við veðmálastarfsemi ( afleiðusamningar eru veðmálastarfsemi, flettið því upp á Wikipediu gambling=veðmálastarfsemi ).

Þriðji möguleikinn er sá að allir peningarnir eru undir koddanum hjá einhverjum og þá þurfum við að leita að mönnum sem ganga um með hálsríg i morgunsárið.

 Þar sem Gylfi veit að við íslendingar berum mesta ábyrgð á þessu sjálfir þá bendir hann okkur hinum fáfróðu á þessa menn ..... eða hefur vit á að halda kjafti.

Yfirlýsingargleði blábjána um sök og sakleysi áður en rannsóknum er lokið er merki um að viðkomandi þurfi að læra að þegja.  Nema Gylfi sé auðvitað gæddur spádómsgáfu en það vekur þá upp spurningar um af hverju hann sá ekki hluti  fyrir.

Annað hvort eru stjórnarmeðlimir svona heimskir að geta ekki haldið þverrifunni lokaðri eða þeir eru að leyna einhverju. Og það hlýtur að vekja upp spurningar hvort stjórnmálamenn sem leyna þjóðina upplýsingum eða eru hreinlega heimskir ... séu ekki algerlega gersamlega vanhæfir til að vera í forsvari fyrir öðru en árabát.

 

 


mbl.is Ekki vondum útlendingum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hlynur Jörundsson

Höfundur

Hlynur Jörundsson
Hlynur Jörundsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband