Færsluflokkur: Bloggar

Nei sko Rowland fjölskyldan

Mikið er ég hissa, það virðist nefnilega vera nokkuð ljóst að menn eru búnir að vera duglegir við að ignorera aðkomu Rowlandfjölskyldunnar að dæminu. En eins og menn vita þá allt í einu upp úr þurru þá keypti Rowlandfjölskyldan Kaupþingútibúið sem sérstakur saksóknari fær engar upplýsingar enn úr skilst mér og réði alla höfðingjana úr gamla Kaupþing sem ráðgjafa eða bankastjóra.

En við skulum ekkert vera skoða það, skellum bara öllu á "the usual suspect´s". Mönnum til fróðleiks er Rowlandfjölskyldan afburða sjóuð í Offshore leikjum og hinir svokallaðir "sérfræðingar" okkar hafa ekkert að gera í hana. Og tengslin eru gott betur eldri en tvívetra.

En þetta verður örugglega fróðlegt til að fylgjast með. Byrjendur gegn sérfræðingum, jamm.

"Rowland, sem er í 85 sæti yfir auðugustu menn Bretlands, samkvæmt lista The Sunday Times, hefur lagt milljónir punda í kosningasjóði Íhaldsflokksins."

En blessaður karlinn fékk samt ekki að vera með því það er víst hætta á að hann hafi eitthvað óhreint í pokahorninu, átti víst að verða ... ja lesið sjálf

http://www.guardian.co.uk/politics/2010/aug/19/david-rowland-conservative-treasurer-quits 

 

Svo það verður fróðlegt að vita með hverjum bretar standa. Rowena Mason er greinilega meira með á nótunum en íslensku fjölmiðlarnir, þeir ættu kannski að vingast við hana. En að sækja málið í Bretlandi er nú ekki beint viturlegt. OG þegar loksins einhver vaknar þá verður Rowland búinn að afmá öll sín spor. Enda standa yfir hreingerningar þar og hin ýmsu offshore fyrirtæki eru í sundurlimun og afskráningu.

 


mbl.is Straumur höfðar mál gegn Rowland-fjölskyldunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég bara verð að koma þessum að

Grin

 

 

Sá á fund sem finnur og því skuldið þið mér fundarlaun fyrir 34 milljarðana sem lífeyrirsjóðirnir græddu á kaupunum af Avens bréfunum af ríkinu.

"Seðlabankinn, fyrir hönd ríkisjóðs, seldi 30. maí 26 lífeyrissjóðum öll íbúðabréf sem ríkissjóður hafði eignast vegna þessara viðskipta, að virði um 121 milljarð kr., fyrir evrur að jafnvirði um 87,6 milljarða kr. miðað við skráð kaupgengi 28. maí 2010."

Úr frétt mbl.is

 

Þetta er auðvitað 33.4 milljarðar sem eru hreinn hagnaður og ég vil fá fundarlaun.

Nema þetta sé bara friðþægingargjöf og þá fæ ég ekki neitt.

Jamm, þeir eru skemmtilegir þessir talnaleikir þeirra.


Flétta ?

Eitthvað segir mér að það þurfi smá yfirlegu yfir þessarri fléttu til að sjá hvað raunverlega er í gangi. Með því að "kaup" útistandandi skuldarbréf þá lækkar skuldastaðan.

 

Erh ... bjuggum við til peninga úr engu ?

 

Erh..... lífeyrirsjóðirnir keypt af Avens B.V. samkvæmt þessu með milligöngu ríkisins.

 

Erh .. hægri vasi að framan yfir í vinstri vasann að aftan.

 

 

"Í svari Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, segir að kaupin hafi farið fram í maí sl. og hafi verið á öllum útistandandi skuldabréfum félagsins Avens B.V.."

 

Og hvaðan kom peningurinn fyrir kaupunum ?

Ó já 402 milljóna Euro skuldabréf til 15 ára 

Og þá fáum við út lækkaða skuldarstöðu ?


mbl.is Skuldastaða þjóðarbúsins lækkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigh .... jafnvel rússarnir eru fremri

Á Íslandi eru allir jafnir, sumir reyndar aðeins jafnari. En að lesa það að jafnvel rússar eru með eftirlit með spillingu sem sem hvarflar ekki einu sinni að okkur að vera með er eiginlega of mikið.

 Hvað kostar að flytja til Rússlands ?


mbl.is Komið upp um 35 þúsund spillingarmál í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þá ekki um að gera að drífa í málum ?

Menn gleyma því að lögin sem kæra þarf eftir eru ekki neitt hönnuð til að taka á svona málum. Og í öðru lagi þá er ljóst að fjöldi mála kemur aldrei inn á borðið hjá sérstökum, hann tefst í rannsóknum vegna skorts á gögnum og svo vilja menn líta framhjá því að þetta eru ekki einföld innbrots og þjófnaðarmál og geta þau nú verið nógu snúin.

 

Ég get vel skilið að Atla sé farið að lengja eftir útgáfunum, hann gæti flýtt fyrir með því að drífa í gegn skýrari lagagreinar en 70 ára gamla löggjöf. Bara svona tillaga, Atli minn.


mbl.is Farið að lengja eftir ákærum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eh ... já, mismunandi stærðfræði

Ég er nú ekki alveg að ná þessu, en það er engin furða þar sem mér veitist oft erfitt að fylgja eftir héra og skjaldbökuútreikningum.

 

Það hlýtur að vera stærðfræðikennsla í Menntaskólanum svo að kannski ættu kennararnir að trítla yfir í menntamálaráðuneytið og kenna smá stærðfræði. Nema þá að það sé "aðferðamunur" á plus og mínus og plús og mínus.

Sem vekur upp spurningar um bókhaldsaðferðir ráðuneyta annarsvegar og fyrirtækja hins vegar. Kannski þeir bara semji um niðurstöðurnar á 2 + 2 = ?


mbl.is Ósammála um reikniaðferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skil ... eða þannig

„Það ekki eins og verið sé að moka skurð eða eitthvað þannig. Það þarf oft að bíða eftir gögnum og sannreyna.“

Er maðurinn að segja að þessi gögn séu á handritum dauðahafsins og þurfi að þýða þau ?

Tæplega, svo greinilega er tölvukerfið frekar hægvirkt.

En að það þurfi að sannreyna gögnin er hreinlega lýgilegt. Þar með er það staðfest að gögn sem berast eru ekki áreiðanlegri en svo að það þarf að ganga úr skugga um að þau séu rétt ??? Hvað með forsendur gagnanna ? Er líka gengið úr skugga um þau og þau sannreynd ?

Er það kannski svo hlutverk almennings ... að sannreyna að vinnubrögðin við gagnaöflunina hafi verið í lagi ??

Kannski við ættum að láta "sérfræðingahópinn" frekar moka skurð á meðan farið er yfir og sannreyndar verklagsreglur við gagnameðhöndlun hjá því opinbera ?


mbl.is Ekki eins og að moka skurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkingarlagfæring

Í nýju gjaldþrotalögunum er látið í veðri vaka að þar sé lokað á þann möguleika að gera fólk að þrælum eins og gert hefur verið í áraraðir. En við skoðun kemur í ljós ákvæði um að kröfuhafi geti með dómi vakið upp kröfuna sína samkvæmt með gömlu fyrningarreglunum. Og þá er nú lítið gagn í nýju lögunum.

Það skemmtilega er blekkingin að þetta sé til að koma í veg fyrir misnotkun á lögunum. En öllum sem lesa 4 málsgrein 250 greinar laga nr 19 1940 er strax ljóst að þetta er til að tryggja ríkinu aðgang að skuldaþrælum.

Merkilegt nokk þá er svo að sjá í fjölmiðlum að það séu ekki stóru ljótu bankarnir sem keyra fólk í gjaldþrot, heldur virðist sem ríkið standi þar á bakvið. Svo við þurfum ekki að kippa okkur upp við að komast að svona útfærslum á "réttarbótum" þrælahaldaranna.


mbl.is Opnað fyrir „taktísk“ gjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki gráta Arion

Greiningardeildir bankanna eru ekki upp á marga fiskana enda sýndu þær frammistöðu sína fyrir hrun. En sem spunameistarar eru þeir nokkuð góðir. En ég myndi alvarlega vara menn við að taka þær alvarlega þar sem þær vinna jú fyrir bankana og einn tilgangur þeirra er að hafa áhrif á framvindu mála. Það myndi skerpa á gæðum þeirra ef þær kæmu sér upp síðum á netinu þar sem utanaðkomandi gætu bent þeim á eitt og annað sem hætt er við að þeim yfirsjáist eða "túlka ekki alveg rétt".

 Fínir sem gott innlegg en ekki beint þeir sem sýnt hafa ábyrg vinnubrögð. Fólk sem höndlar með "sýndarverðmæti" leggja eðlilega oft "sýndarmat" á hlutina.


mbl.is Séreignarstefnan liðin undir lok?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eggið eða hænan

Þar sem landið er lítið er fjöldi kaupsamninga ekki góður mælikvarði þar sem að sala og kaup á milli eignarhaldsfélaga á heilli blokk getur verið af bókhaldslegum áðstæðum frekar en sölu til notenda. Spurning hvort "greiningardeildir" bankanna hafi lært eitthvað af hruninu eða séu enn í talnaleikjum.

Í því tilfelli sem salan er af bókhaldslegum orsökum frekar en til notenda er ekki um framboð og eftirspurn að ræða í raun heldur tilflutning. Svona svolítill Pump up the value dæmi.


mbl.is Það versta að baki á fasteignamarkaði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hlynur Jörundsson

Höfundur

Hlynur Jörundsson
Hlynur Jörundsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband